Það ætlar enginn að skilja Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 11:29 Björg kemur víða við í þættinum og telur hún meðal annars að Daði Freyr og Gagnamagnið hafi haft raunverulegan möguleika á því að vinna Eurovision. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á síðasta ári gekk Björg í gegnum skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn York Underwood og segir hún þá lífsreynslu hafa verið erfiða. „Það er ekki gaman að skilja og ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja það,“ segir Björg Magnúsdóttir og heldur áfram. „Það ætlar enginn að skilja og þú ert að halda á einhverju sem á ekki að brotna og þú ætlar ekki að láta það brotna og svo bara brotnar það, og það er stundum bara óhjákvæmilegt. Maður upplifir bara margskonar tilfinningar eins og vonbrigði, reiði, niðurlægingu, sorg og allt það. Ég er ekki að teikna mig upp sem eitthvað fórnarlamb, þetta er bara einn skilnaður. Maður er svona pínu með taugakerfið utan á sér og er að endurraða púslunum í sínu lífi. Það er einhverju kippt undan og maður þarf að pæla í hlutum eins og hver er ég? Hvað vil ég standa fyrir? Og hvernig ætla ég að raða þessu saman aftur? Svo ég geti verið sátt við líf mitt.“ Hún segist vera mjög þakklát fyrir hennar félagslega bakland. „Þeir sem koma manni í gegnum þetta eru vinir manns, fjölskylda og allt fólkið í kringum mann. Og ég er með mjög fínan sálfræðing og mér finnst að það eigi að vera jafn sjálfsagt að tala um það eins og að fara í líkamsrækt. Þú þarft stundum bara hjálp við að skilja sjálfan þig.“ Einnig var rætt um Eurovision-keppnina og hversu stór sú keppni sé í raun og veru. Þátturinn var tekinn upp í síðustu viku og var rætt um möguleika Daða Freys og Gagnamagnsins í keppninni, en svo var ákveðið í gær að aflýsa Eurovision og því er ljóst að Daði Freyr fer ekki langt í Eurovision í ár. Björg taldi aftur á móti að í ár væri raunverulegur möguleiki að Ísland gæti unnið keppnina í fyrsta sinn. Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrið á úrslitakvöldi Eurovision, um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á síðasta ári gekk Björg í gegnum skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn York Underwood og segir hún þá lífsreynslu hafa verið erfiða. „Það er ekki gaman að skilja og ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja það,“ segir Björg Magnúsdóttir og heldur áfram. „Það ætlar enginn að skilja og þú ert að halda á einhverju sem á ekki að brotna og þú ætlar ekki að láta það brotna og svo bara brotnar það, og það er stundum bara óhjákvæmilegt. Maður upplifir bara margskonar tilfinningar eins og vonbrigði, reiði, niðurlægingu, sorg og allt það. Ég er ekki að teikna mig upp sem eitthvað fórnarlamb, þetta er bara einn skilnaður. Maður er svona pínu með taugakerfið utan á sér og er að endurraða púslunum í sínu lífi. Það er einhverju kippt undan og maður þarf að pæla í hlutum eins og hver er ég? Hvað vil ég standa fyrir? Og hvernig ætla ég að raða þessu saman aftur? Svo ég geti verið sátt við líf mitt.“ Hún segist vera mjög þakklát fyrir hennar félagslega bakland. „Þeir sem koma manni í gegnum þetta eru vinir manns, fjölskylda og allt fólkið í kringum mann. Og ég er með mjög fínan sálfræðing og mér finnst að það eigi að vera jafn sjálfsagt að tala um það eins og að fara í líkamsrækt. Þú þarft stundum bara hjálp við að skilja sjálfan þig.“ Einnig var rætt um Eurovision-keppnina og hversu stór sú keppni sé í raun og veru. Þátturinn var tekinn upp í síðustu viku og var rætt um möguleika Daða Freys og Gagnamagnsins í keppninni, en svo var ákveðið í gær að aflýsa Eurovision og því er ljóst að Daði Freyr fer ekki langt í Eurovision í ár. Björg taldi aftur á móti að í ár væri raunverulegur möguleiki að Ísland gæti unnið keppnina í fyrsta sinn. Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrið á úrslitakvöldi Eurovision, um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00