Var farinn að vona að Eurovison yrði frestað Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 12:15 Daði var á línunni frá Berlín í morgun. „Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16
Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44
Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43
Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36