Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 14:00 Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum