Akstur í borginni minnkað um 685 hringferðir á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 11:09 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni í mánudagsmorgun á fyrsta degi samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent