Íslenskt ferðasumar Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2020 08:00 Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun