Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 17:45 Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41