Velferð á neyðarstigi Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. mars 2020 07:09 Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun