Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 11:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34