Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 11:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. Þær fela meðal annars í sér að töluvert færri geta komið saman en áður. Þá verður sundlaugum og líkamsræktarstöðvum væntanlega lokað. Samkomubannið sem nú er í gildi felur í sér að ekki mega fleiri en eitt hundrað manns koma saman og þá þurfa að vera tveir metrar á milli manna. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar frekar vill sóttvarnalæknir að aðgerðir stjórnvalda verði hertar. Hann sendi í gær minnisblað til heilbrigðisráðherra þar sem þetta er lagt til og fundar ríkisstjórnin um málið klukkan fimm. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að aðgerðirnar muni hafa víðtækari áhrif en þær sem nú eru í gildi. „Það er verið að fækka úr hundrað. Endanleg tala liggur ekki fyrir enn þá hver hún verður en þetta er veruleg hersla á þessu. Á sama skapi er verið að leggja til lokanir á ýmissi starfsemi eins og starfsemi þar sem að hérna er svona einn og einn, hárgreiðslustofur og slíkt. Þannig að það er margt sem að mun herðast við þessar breytingar,“ sagði Víðir. Víðir á von á að miðað verði við að ekki megi fleiri koma saman en tuttugu til þrjátíu. Þrátt fyrir hertar reglur munu matvöruverslanir og apótek geta starfað áfram. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því og ítreka almannavarnir að birgðastaða í landinu sé góð og ekki merki um að breyting verði á því. Þá á Víðir ekki von á að aðgerðirnar hafi frekari áhrif á skóla- og leikskólastarf sem gæti þá væntanlega verið óbreytt frá því sem nú er. Hins vegar telur hann líklegt að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað. „Við höfum alveg fundið það núna síðustu daga að hundrað hefur oft verið erfitt í framkvæmd fyrir marga og núna þegar við lækkum þetta verulega þá verður þetta náttúrulega enn þá erfiðara fyrir marga aðila en við erum líka að horfa einmitt á þessa staði þar sem að smithættan er talin vera meiri. Þar sem nándin er meiri og þar sem menn eru að nota sömu tólin og annað slíkt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22. mars 2020 10:43
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34