Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. mars 2020 12:25 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45