Traust á óvissutímum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 24. mars 2020 09:09 Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun