Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:32 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira