Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 25. mars 2020 11:00 Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Hjálparstarf Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun