Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm Sólmundarson er líklega ein allra besta eftirherma landsina.
Hann getur hermt hefur ótal þekktra Íslendinga eins og þjóðin hefur fengið að fylgjast með síðustu ár.
Í fyrradag birti Sóli myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir eftirhermu sína af söngvaranum Valdimar Guðmundssyni.
„Valdimar spurði mig fyrir tveimur árum hvort ég gæti hermt eftir honum. Nú er minna að gera hjá mér en vanalega svo ég ákvað að prófa,“ skrifar Sóli með færslunni og má sjá útkomuna hér að neðan.