Liverpool og Man. Utd meðal liða sem vilja henda Man. City út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:30 Pep Guardiola er örugglega mjög ósáttur með það að mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafi nú sameinast um það að pressa á það að Manchester City verði hent út úr Meistaradeildinni. Getty/James Baylis Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira
Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira