„Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:48 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar. Vísir/baldur Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“ Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“
Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00
Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02
Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30