Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 19:20 Fámennt er í þingsal þessa dagana vegna sóttvarna og flokkarnir velja sér fulltrúa til að tala í hverju máli. Þingmenn fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum eða heima hjá sér. Vísir/Frikki Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt. Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt.
Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16