Landsmenn ættu að búa sig undir lengra samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira