Háar sektir brjóti fólk gegn reglum um sóttkví, einangrun og samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:47 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um sektargreiðslur vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira