Traustið og áhrifin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2020 17:54 Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun