Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2020 21:08 Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira