Ekki hundleiðinlegt heldur mannskemmandi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. mars 2020 19:58 Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið. Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma. Við sem störfum í þessum geira vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin. Tæplega tíu þúsund íbúar landsins eru í sóttkví, og 850 einstaklingar í einangrun, sem stendur. Þar er ekki um eiginlega frelsissviptingu að ræða og í raun ekki hægt að bera aðstæður þeirra saman við dómþola sem sitja á bak við lás og slá. Aftur á móti eru kunnugleg stef sem birtast í viðtölum við þá sem eru í sóttkví og umfjöllun fjölmiðla um ástandið. „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt.“ „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar.“ „Hvernig á að brjóta upp einsleitnina.“ „Öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi.“ Þetta eru fjögur nýleg dæmi úr fjölmiðlum, fyrri tvö úr viðtölum og seinni úr umfjöllun um sóttkví. Dæmin eru nær óteljandi. Fólki líður illa í sóttkví, það er einsleitt, streituvaldandi og hefur veruleg neikvæð áhrif á andlega heilsu. Samt hafa flestir í sóttkví allt til alls, eru á eigin heimili, oftar en ekki með fjölskyldu sína með sér og endalaust úrval af afþreyingarefni. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafa ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafa raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini síðan neyðarstigi var lýst yfir. Afplánunarfangar eru meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum. Það er ekki hundleiðinlegt til lengdar heldur mannskemmandi. Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott. Afstaða vill hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta er erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir hreint út sagt skelfilegt. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið. Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma. Við sem störfum í þessum geira vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin. Tæplega tíu þúsund íbúar landsins eru í sóttkví, og 850 einstaklingar í einangrun, sem stendur. Þar er ekki um eiginlega frelsissviptingu að ræða og í raun ekki hægt að bera aðstæður þeirra saman við dómþola sem sitja á bak við lás og slá. Aftur á móti eru kunnugleg stef sem birtast í viðtölum við þá sem eru í sóttkví og umfjöllun fjölmiðla um ástandið. „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt.“ „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar.“ „Hvernig á að brjóta upp einsleitnina.“ „Öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi.“ Þetta eru fjögur nýleg dæmi úr fjölmiðlum, fyrri tvö úr viðtölum og seinni úr umfjöllun um sóttkví. Dæmin eru nær óteljandi. Fólki líður illa í sóttkví, það er einsleitt, streituvaldandi og hefur veruleg neikvæð áhrif á andlega heilsu. Samt hafa flestir í sóttkví allt til alls, eru á eigin heimili, oftar en ekki með fjölskyldu sína með sér og endalaust úrval af afþreyingarefni. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafa ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafa raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini síðan neyðarstigi var lýst yfir. Afplánunarfangar eru meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum. Það er ekki hundleiðinlegt til lengdar heldur mannskemmandi. Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott. Afstaða vill hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta er erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir hreint út sagt skelfilegt. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun