Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 10:45 Myron Rolle þegar hann var leikmaður Tennessee Titans liðsins í NFL-deildinni. Getty/Grant Halverson Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira