Lífið

Backstreet Boys fluttu sitt vinsælasta lag hver í sínu lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir hafa engu gleymt. 
Þeir hafa engu gleymt. 

Ein allra vinsælasta popphljómsveit síðari ára, Backstreet Boys, var stofnuð árið 1993 og sló hún rækilega í gegn á tíunda áratuginum.

Eitt af þeirra vinsælustu lögum er lagið I Want It That Way sem kom út árið 1999 og fór rakleitt á toppinn á helstu vinsældarlistum.

Meðlimir bandsins þeir AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell gáfu á dögunum út myndband þar sem þeir flytja lagið allir í sitthvoru lagi.

Ástæðan fyrir því er að allir meðlimir bandsins halda sig heima vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×