Stór UEFA-fundur um dagsetningar leikja og samningamál leikmanna | Mótanefnd KSÍ bíður átekta Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 18:00 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. vísir/getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum. UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum.
UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
„Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00
Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12
UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00
UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35