Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður, og kærastinn hennar Vilhjálmur Siggeirsson gáfu syni sínum nafn um helgina en hann hlaut nafnið Magnús Berg. Drengurinn kom í heiminn þann 10. febrúar síðastliðinn.
Páll Magnússon, þingmaður og afi Magnúsar, segir í fésbókarfærslu að Magnús sé algengasta karlmannsnafnið í ættinni og hafi hann því gefið honum viðurnefnið Maggi bæjó til að aðgreina hann frá öðrum Magnúsum fjölskyldunnar.
Sjá einnig: „Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta“