Finnar herða reglur um samkomubann en Danir opna á að losað verði um þær eftir páska Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 06:38 Finnsk yfirvöld hafa lokað Nyland, landsvæði þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. EPA Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30