Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:00 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson Wildcats á móti Rhode Island. Getty/Anthony Nesmith Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur ákveðið að skrá sig í nýliðavalið eins og hann gerði í fyrra. Jón Axel staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Já, ég er búinn að ákveða að fara í nýliðavalið þó eins og er sé allt í óvissu hérna þar sem allt er lokað. Fyrsta skrefið hjá mér er að fá mér umboðsmann, ég er með nokkra í sigtinu og á eftir að velja úr en geri það örugglega í þessari viku,“ sagði Jón Axel við Morgunblaðið. Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Valið á að fara fram í Brooklyn í New York 25. júní. https://t.co/ak2p2N07fF pic.twitter.com/Qim0lAihSm— mbl.is SPORT (@mblsport) March 31, 2020 Nýliðavalið fer fram í Barclays Center sem er heimahöll Brooklyn Nets liðsins í New York borg en það fer fram 25. júní næstkomandi. Jón Axel dró sig út í fyrra áður en nýliðavalið fór fram og mátti því taka þátt í því í ár. Jón Axel Guðmundsson fylgir því í fótspor Trygga Hlinasonar sem tók þátt í nýliðavalinu sumarið 2018 en var þá ekki valinn. Jón Axel Guðmundsson er að klára sinn feril með Davidson-háskólanum en missti af síðustu leikjunum og síðustu úrslitakeppninni vegna kórónuveirunnar. Á fjórum árum sínum með Davidson spilaði hann 128 leiki þar af 126 þeirra í byrjunarliði. Hann skoraði 1700 stig, tók 785 fráköst, gaf 567 stoðsendingar og stal 160 boltum. Jón Axel skoraði alls 218 þriggja stiga körfur fyrir Davidson. Á lokaári sínu við skólann var Jón Axel með 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var efstur hjá liðinu í fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum auk þess að vera næststigahæstur. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur ákveðið að skrá sig í nýliðavalið eins og hann gerði í fyrra. Jón Axel staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Já, ég er búinn að ákveða að fara í nýliðavalið þó eins og er sé allt í óvissu hérna þar sem allt er lokað. Fyrsta skrefið hjá mér er að fá mér umboðsmann, ég er með nokkra í sigtinu og á eftir að velja úr en geri það örugglega í þessari viku,“ sagði Jón Axel við Morgunblaðið. Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Valið á að fara fram í Brooklyn í New York 25. júní. https://t.co/ak2p2N07fF pic.twitter.com/Qim0lAihSm— mbl.is SPORT (@mblsport) March 31, 2020 Nýliðavalið fer fram í Barclays Center sem er heimahöll Brooklyn Nets liðsins í New York borg en það fer fram 25. júní næstkomandi. Jón Axel dró sig út í fyrra áður en nýliðavalið fór fram og mátti því taka þátt í því í ár. Jón Axel Guðmundsson fylgir því í fótspor Trygga Hlinasonar sem tók þátt í nýliðavalinu sumarið 2018 en var þá ekki valinn. Jón Axel Guðmundsson er að klára sinn feril með Davidson-háskólanum en missti af síðustu leikjunum og síðustu úrslitakeppninni vegna kórónuveirunnar. Á fjórum árum sínum með Davidson spilaði hann 128 leiki þar af 126 þeirra í byrjunarliði. Hann skoraði 1700 stig, tók 785 fráköst, gaf 567 stoðsendingar og stal 160 boltum. Jón Axel skoraði alls 218 þriggja stiga körfur fyrir Davidson. Á lokaári sínu við skólann var Jón Axel með 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var efstur hjá liðinu í fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum auk þess að vera næststigahæstur.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira