Falin fórnarlömb Covid Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun