Frímínútur á föstudegi er nýr dagskráliður sem birtist á Facebook-síðu IÐAN fræðsluseturs alla föstudaga. Ari Eldjárn og Bergur Ebbi riðu á vaðið með því að fara með uppistand í beinni á Facebook en síðastliðin föstudag mætti Gyða Sól og fór yfir málin í miðjum faraldri.
Helga Braga Jónsdóttir fór með hlutverk Gyðu Sól í Fóstbræðrum á sínum tíma og líklega hennar allra vinsælasti karakter.
Gyða hefur mikið álit á Víði Reynissyni eða Vidda Löggu eins og hún kallar hann.
Hér að neðan má sjá hvernig ástandið kemur við Gyðu Sól.