Þróttarar unnu Barcelona og Evrópubikarinn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Heiðar Helguson var í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á móti Barcelona. Mynd/Heimasíða Þróttar Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira
Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira