Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 12:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Lögreglan Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira