Ætla að setja smitrakningaforritið í loftið á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 15:58 Alma Möller landlæknir sagði í gríni að engu breytti þótt 1. apríl væri á morgun. Forritið yrði kynnt. Vísir/Vilhelm Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“