Ætla að setja smitrakningaforritið í loftið á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 15:58 Alma Möller landlæknir sagði í gríni að engu breytti þótt 1. apríl væri á morgun. Forritið yrði kynnt. Vísir/Vilhelm Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira
Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35