Neil Black látinn: Hjálpaði Mo Farah að vinna fjögur Ólympíugull Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 17:00 Neil Black, lengst til vinstri, ásamt Mo Farah. vísir/getty Neil Black, fyrrum starfsmaður breska frjálsíþróttasambandsins Bretlandi, er látinn. Þetta staðfesti fjölskylda hans með yfirlýsingu í morgun en Black var sextugur er hann lést. Fjölskylda hans greindi frá þessu í yfirlýsingu sinni í morgun en talið er að hann hafi látist á heimili sínu nærri Loghborough í Leicester-héraði á Englandi. „Við viljum þakka öllum fyrir frábærar og hjartnæmar kveðjur sem við höfum fengið. Það hafa svo margir haft samband við okkur og það er klárt að Neil var elskaður sem lætur okkur líða betur á þessum tímum,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Þessar hörmulegu fréttir koma sex mánuðum eftir að Black yfirgaf breska frjálsíþróttasambandsins þar sem hann starfaði sem yfirmaður frammistöðu (e. director of performance). Tributes have been paid to former UK Athletics performance director Neil Black, who has died aged 60. https://t.co/Vvrc8juD6x— AW (@AthleticsWeekly) April 21, 2020 „Eftir að hafa hætt að vinna hjá frjálsíþróttasambandinu í október 2019 hefur hann haldið áfram að vinna með bæði iðkendum og þjálfurum. Neil verður sárt saknað af þeim sem störfuðu með honum og þekktu hann. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttasambandi Bretlands. Black vann meðal annars með Mo Farah og flæktist þar af leiðandi inn í Alberto Salazar skandalinn en Alberto var dæmdur í fjögurra ára bann frá íþróttum seint á síðasta ári vegna misnotkun á lyfjum. Hann er talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf. Black vann með hinum magnaða Mo Farah frá 2011 til 2017 en á þeim tíma vann hann meðal annars fjórum sinnum Ólympíugull. Very saddened by the passing of Neil Black. A gentle, loyal, thoughtful & extremely hard working man who quietly helped so many achieve their dreams. His satisfaction came from quietly watching those dreams unfold and standing true to himself. His legacy lives on in those dreams.— Paula Radcliffe (@paulajradcliffe) April 21, 2020 Frjálsar íþróttir Andlát Bretland Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Neil Black, fyrrum starfsmaður breska frjálsíþróttasambandsins Bretlandi, er látinn. Þetta staðfesti fjölskylda hans með yfirlýsingu í morgun en Black var sextugur er hann lést. Fjölskylda hans greindi frá þessu í yfirlýsingu sinni í morgun en talið er að hann hafi látist á heimili sínu nærri Loghborough í Leicester-héraði á Englandi. „Við viljum þakka öllum fyrir frábærar og hjartnæmar kveðjur sem við höfum fengið. Það hafa svo margir haft samband við okkur og það er klárt að Neil var elskaður sem lætur okkur líða betur á þessum tímum,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Þessar hörmulegu fréttir koma sex mánuðum eftir að Black yfirgaf breska frjálsíþróttasambandsins þar sem hann starfaði sem yfirmaður frammistöðu (e. director of performance). Tributes have been paid to former UK Athletics performance director Neil Black, who has died aged 60. https://t.co/Vvrc8juD6x— AW (@AthleticsWeekly) April 21, 2020 „Eftir að hafa hætt að vinna hjá frjálsíþróttasambandinu í október 2019 hefur hann haldið áfram að vinna með bæði iðkendum og þjálfurum. Neil verður sárt saknað af þeim sem störfuðu með honum og þekktu hann. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttasambandi Bretlands. Black vann meðal annars með Mo Farah og flæktist þar af leiðandi inn í Alberto Salazar skandalinn en Alberto var dæmdur í fjögurra ára bann frá íþróttum seint á síðasta ári vegna misnotkun á lyfjum. Hann er talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf. Black vann með hinum magnaða Mo Farah frá 2011 til 2017 en á þeim tíma vann hann meðal annars fjórum sinnum Ólympíugull. Very saddened by the passing of Neil Black. A gentle, loyal, thoughtful & extremely hard working man who quietly helped so many achieve their dreams. His satisfaction came from quietly watching those dreams unfold and standing true to himself. His legacy lives on in those dreams.— Paula Radcliffe (@paulajradcliffe) April 21, 2020
Frjálsar íþróttir Andlát Bretland Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira