Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 12:06 Ríkisstjórnin kynnir annan aðgerðarpakka sinn fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna, leiðtogum stjórnarandstöðunnar og síðan almenningi á fréttamannafundi í dag. Stöð 2/Egill Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00
ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22