Klæjar í puttana að byrja aftur að raka kafloðna og misklippta fastakúnna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2020 12:28 Vel þarf að gæta að sóttvarnareglum á næstu vikum. Unsplash/John Karlo Mendoza Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Kjartan Björnsson, rakarinn góðkunni á Selfossi, segist varla geta beðið eftir því að mega opna rakarastofu sína á Selfossi á nýjan leik þegar slakað verður á samkomubanninu. Hann segir ljóst að margir séu komnir á tíma í klippingu. Hárnsyrtistofur hafa verið lokaðar í um fjórar vikur og munu ekki opna aftur fyrr en 4. maí þegar slakað verður á samkomubanninnu. Kjartan ræddi stöðu hármála á Selfossi og nærsveitum í Bítinu í morgun. „Nú eru menn orðnir kafloðnir,“ sagði Kjartan enda ljóst að kominn sé tími á marga í klippingu eftir að samkomubannið var sett á. Hann segir meira að segja að sumir hafi verið svo örvæntingarfullir að þeir hafi beðið hann um að koma heim til sín að klippa. „Það er einfaldlega ekki hægt að standa í því, þá væri maður að fara á svig við reglur og lög og við höfum ekki áhuga á því,“ segir Kjartan og ljóst er af orðum hans að ekki sé vanþörf á því að Selfyssingar komist í klippingu, enda hafi hann séð skrautlegar heimagerðar tilraunir á undanförnum vikum. „Svo hittir maður menn út í búð þar sem er búið að taka öðru megin og þá virkaði ekki vélin og svona, þetta er alveg svakalegt að sjá suma,“ sagði Kjartan á léttu nótunum. Býst hann því við að það verði mikið að gera þegar rakarastofa hans opnar á ný, og er til skoðunar að taka upp númerakerfi til þess að stýra flæðinu inn á stofuna. Það yrði þá í fyrsta sinn í hartnær áttatíu ár sem slíkt kerfi yrði sett upp á rakarastofunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Bítið Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira