Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 20:00 Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira