Fjögurra mánaða drengur á Akureyri greindist með COVID-19 Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. mars 2020 22:32 Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira