Guðjón: Rúnar sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. apríl 2020 10:30 Guðjón Þórðarson hrósaði Rúnari Kristinssyni mikið í þætti gærkvöldsins. vísir/anton/samsett Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Guðjón Þórðarson fékk það verðuga verkefni í Sportinu í kvöld að velja tvö úrvalslið; eitt draumalið sem hann þjálfaði hjá landsliðinu og eitt með þeim leikmönnum sem hann þjálfaði hjá íslenskum félagsliðum. Það kom fáum á óvart að í báðum liðum Guðjóns var Rúnar Kristinsson. KR-ingurinn spilaði 139 landsleiki en Rúnar lék einnig undir stjórn Guðjóns hjá KR. „Rúnar var hjá mér eitt ár í KR. Ég var í leikmannavandræðum í úrslitaleiknum og ég þurfti að spila honum sem framherja í úrslitaleiknum. Það var alveg sama hvað þú baðst hann um, hann reyndi að leysa það eins vel og kostur var,“ sagði Guðjón. „Rúnar er sennilega einn hæfileikaríkasti og jafnbesti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann spilaði feikna vel bæði í Noregi og svo í Belgíu. Fyrst og fremst spilaði hann geysilega flottan feril með landsliðinu. Jafnlyndur, góðlyndur og geðgóður að eðlislagi. Feikilega útsjónarsamur fótboltamaður.“ Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um Rúnar „Það var sem var með Rúnar var að það var aldrei hávaði eða læti í kringum hann. Hann reyndi að gera það sem hann var beðinn um að gera og gerði það vel. Það var aldrei neitt húff og púff í Rúnari. Hann æfði vel og hann lagði sig fram. Einlægur og góður karakter.“ „Rúnar er einn af þessum karakterum sem er jafnlyndur og mjög yfirvegaður. Hann lætur ekki slá sig svo glatt útaf laginu. Hann var slíkur á vellinum og hann var vel viljaður og hjálplegur. Hann gerði menninga í kringum sig að betri mönnum. Það er ein stórkostlegasti hæfileiki leikmanns að geta gert aðra betri. Rúnar hafði þann eiginleika og nýtir það sem þjálfari,“ sagði Guðjón. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira