Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 13:41 Vilhjálmur Birgisson kveður varaforsetaembættið hjá ASÍ. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ. Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ.
Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48