Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2020 10:44 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38