Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14