Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 17:34 Vaxmynd af Neanderthalsmanni á frönsku safni. Xavier Rossi/Getty Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira