Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. apríl 2020 20:00 Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira