Hugsum í lausnum Almar Þ. Möller og Ragnar H. Hall skrifa 23. apríl 2020 21:00 Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun