Ekki bara núna, heldur alltaf! Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. apríl 2020 13:01 Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Landbúnaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar