Borche með tvö plön: „Hann er eins og amaba“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:00 Borche Ilievski ræddi málin í Mjóddinni í dag. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15
Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33