Björn Boði Björnsson er sonur Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur sem eiga og reka World Class. Það kemur sér vel fyrir Björn Boða.
Hann greinir frá því á TikTok að hann hafi getað skellt sér í ræktina, annað en aðrir Íslendingar.
Eins og alþjóð veit eru allar líkamsræktarstöðvar landsins lokaðar vegna samkomubanns sem sett var á í kjölfar kórónufaraldsins sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
„Þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar vegna kórónuveirunnar en foreldrar þínir eiga líkamsræktarstöð,“ segir Björn Boði í færslunni á Tik Tok.
Þar sést hann kveikja ljósin í Laugum, mynda tóm rýmin og taka á lóðunum.