Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Á Stöð 2 Sport er hægt að byrja daginn á því að taka alla fjóra þætti vikunnar frá Sportinu í dag. Þar á eftir má finna þætti um hestaíþróttir, veiði og svo í kvöld má sjá beina útsendingu frá pílumóti þar sem átta bestu og efnilegustu pílukösturum landsins keppa í sjónvarpssal. Í kvöld fara fram fjórðungsúrslit keppninnar.
Stöð 2 Sport 2
Það er bandarísk körfuboltastemning yfir Stöð 2 Sport í dag. Magnaðir þættir um menn eins og Michael Jordan, Bill Russell og Charles Barkley má finna framan af degi. Fleiri frábæra körfuboltaþætti má finna á Sport 2 í dag sem og beina útsendingu frá sérstakri keppni bestu pílukastara heims á vegum PDC pílusambandsins. Allir keppendur mótsins eru á sínu heimili og streyma beint frá sinni eigin keppni.
Stöð 2 Sport 3
Það má segja að það sé sitt lítið af hverju sem má finna á Stöð 2 Sport 3 í dag. Úrslitaleik Borgunarbikar kvenna frá árunum 2013, 2015 og 2016 sem og magnaða Meistaradeildarleiki.
Stöð 2 eSport
Það verður nóg um að vera á Stöð 2 eSport í dag. Meðal annars stjörnum prýtt mót í eFótbolta á vegum La Liga á Spáni. Keppt er í FIFA20 en meðal keppenda eru stórstjörnur úr spænsku 1. deildinni, auk þekktra leikmanna úr NBA- og NFL-deildunum bandarísku.
Stöð 2 Golf
Brot af því besta á ferli Tiger? Lokadagurinn á Augusta 2007, 2008, 2009, 2010 og 2011? Já þetta og svo margt fleira finnurðu á Stöð 2 Golf í dag.