Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins Sylvía Hall skrifar 24. apríl 2020 23:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40