Fréttir af veikindum Kim Jong-un sagðar stórlega ýktar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 16:51 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/afp Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira